Sakar King um neyslu á meðgöngunni

Kyle Newman sakar eiginkonu sína Jamie King um að hafa …
Kyle Newman sakar eiginkonu sína Jamie King um að hafa neytt fíkniefna þegar hún gekk með yngri son þeirra. Skjáskot/Instagram

Kvik­mynda­gerðarmaður­inn Kyle Newm­an sak­ar eig­in­konu sína Jamie King um að hafa neytt áfeng­is og fíkni­efna þegar hún var ólétt af yngri syni þeirra. Newm­an og King standa nú í skilnaði og hef­ur hann óskað eft­ir fullu for­ræði yfir son­um þeirra. 

Newm­an og King hafa verið gift í tæp­lega 13 ár og eiga sam­an syn­ina James King 6 ára og Leo Thames 4 ára. 

Í byrj­un síðustu viku sótti King um neyðar­heim­ild til að skilja við eig­in­mann sinn, þar að auki sakaði hún hann um of­beldi, fékk nálg­un­ar­bann gegn hon­um samþykkt og óskaði eft­ir að hún fengi fullt for­ræði yfir börn­un­um.

Newm­an hef­ur svarað í sömu mynt og óskaði eft­ir neyðar­heim­ild til að fara með mál þeirra fyr­ir dóm­stóla. Í beiðni sinni til dóm­ara seg­ir hann King stríða við fíkni­sjúk­dóm, vera háða áfengi og fíkni­efn­um. Hann seg­ir hana einnig hafa notað áfengi og fíkni­efni þegar hún gekk með yngri son þeirra. 

Newm­an fékk enga af ósk­um sína upp­fyllta en King hef­ur fengið fullt for­ræði yfir drengj­un­um. Þeir eru þó enn þá í um­sjón föður síns, en þeir hafa dvalið hjá föður sín­um í Penn­sylvaniu á meðan heims­far­ald­ur­inn geis­ar. King er í Los Ang­eles.

Vegna heims­far­ald­urs­ins taka dóm­stól­ar í Banda­ríkj­un­um aðeins mál fyr­ir í neyðar­til­vik­um. Því þarf fólk að sækja um neyðar­heim­ild til þess að sækja um skilnað eða gera breyt­ing­ar á for­ræðismál­um. Um­sókn King um neyðar­heim­ild til að skilja hef­ur ekki verið samþykkt. 

Frétt People.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda