Lögfræðingar YouTube-stjörnunnar Myku Stauffer neyddust til þess að tjá sig um ástæðu þess að ættleiddur sonur hennar fékk nýtt heimili nýverið en drengurinn Huxley er einhverfur. Stjarnan fékk mikla gagnrýni og sáu lögfræðingarnir til að útskýra málið betur að því fram kemur á vef People.
Hjónin Myka og James Stauffer greindu frá breytingunum á fjölskyldunni í myndbandi á YouTube í vikunni. Lögfræðingarnir Thomas Taneff og Taylor Sayers greina frá því að ákvörðunin hafi verið Stauffer-hjónunum mjög erfið. Þeir áréttuðu að ástæða þess að Huxley fékk nýja fjölskyldu var að hann gæti fengið bestu mögulegu umönnun og hjálp.
Lögfræðingarnir taka fram að Stauffer-hjónin séu umhyggjusamir foreldrar sem myndu gera hvað sem er fyrir börn sín en hjónin eiga fjögur önnur börn.
„Eftir ættleiðinguna fengu þau ráðgjöf frá fagfólki á heilbrigis- og menntasviðinu til þess að Huxley gæti fengi bestu meðhöndlun og umönnun,“ sögðu lögfræðingarnir.
„Með tímanum ráðlagði fagfólk skjólstæðingum okkar að mögulega væri best fyrir Huxley að vera hjá annarri fjölskyldu,“ sögðu lögfræðingarnir og bættu við að slíkar fréttir væru hræðilegar fyrir alla foreldra. Stauffer-hjónin tóku þá erfiðu ákvörðun að fara eftir ráðum fagfólks. Hjónin ætla ekki að tjá sig meira um málið.