Biðu lengi eftir barni en njóta fjölskyldulífsins

Cameron Diaz.
Cameron Diaz. AFP

Leikkonan Cameron Diaz eignaðist sitt fyrsta barn um áramótin með eiginmanni sínum, rokkaranum Benji Madden. Fyrstu mánuðir sem foreldrar hafa verið óvenjulegir en þrátt fyrir það njóta foreldrarnir lífsins. 

Heimildarmaður People segir að hjónin hafi notið ársins 2020 í botn sem fjölskylda þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Þau eru fullkomið teymi og elska að vera foreldrar,“ bætti heimildarmaðurinn við. 

Litla fjölskyldan hefur verið mikið heima við og varið tíma með tvíburabróður Madden, Joel Madden, og eiginkonu hans, Nicole Ritchie. 

„Í mörg ár vildi Cameron verða mamma,“ sagði heimildamaðurinn um hina 47 ára gömlu leikkonu. „Hún elskar það meira en hún hefði getað ímyndað sér.“

Í janúar greindu hjónin sem giftu sig árið 2015 fá því að þau hefðu eignast dóttur. Dóttirin fékk nafnið Raddix Madden. Þau greindu ekki frá því hvort Diaz hefði gengið sjálf með barnið, hvort þau hefðu fengið hjálp frá staðgöngumóður eða hvort dóttirin væri ættleidd. Talið er ólíklegt að Diaz hafi gengið sjálf með dóttur sína. 

Benji Madden og Cameron Diaz eiga litla stúlku.
Benji Madden og Cameron Diaz eiga litla stúlku. Samsett mynd /AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda