Gæti ekki ímyndað sér lífið með Gumma án krakkanna

Lína Birgitta tekur einn dag í einu í nýju hlutverki.
Lína Birgitta tekur einn dag í einu í nýju hlutverki. Ljósmynd/Aðsend

Líf Línu Birgittu Sigurðardóttur, áhrifavalds og eiganda Define The Line Sport, tók jákvæðum breytingum í vetur þegar Guðmundur Birkir Pálmason kom inn í líf hennar. Með nýja kærastanum fylgdu þrjú börn sem eru á aldrinum fjögurra til 15 ára. Lína Birgitta viðurkennir að hafa verið smeyk í fyrstu en gæti nú ekki ímyndað sér lífið öðruvísi. 

„Ég viðurkenni það að það hræddi mig smá því hann á þrjú börn en svo kynntist ég þeim hægt og rólega og við náum svo vel saman þannig þessi hræðsla fór minnkandi hjá mér mjög fljótt,“ segir Lína Birgitta þegar hún er spurð hvernig það hafi verið að kynnast manni sem kom með „auka bónus“.

Lína Birgitta segir þetta vera algjörlega nýja reynslu en hún var ekki hluti af samsettri fjölskyldu þegar hún var yngri. Eftir skilnað foreldra hennar bjó hún heima hjá móður sinni. 

Hvernig var það að fá nokkur börn inn í líf þitt á einu bretti?

„Í fyrstu var ég mjög tvístígandi því ég hef heyrt reynslusögur og heyrt að þetta getur verið hellings pakki. En eftir að ég kynntist þeim þá áttaði ég mig meira og meira á því hvað ég var að fara út í og tók þá ákvörðun að taka bara einn dag í einu því ég á það til að hugsa hlutina of langt og þá virðast þeir vera of miklir. Ég velti því líka oft fyrir mér í byrjun að ég þurfti að kynnast fjórum aðilum en ekki bara einum aðila eins og er svona oftast í samböndum og það kveikti stundum kvíða hjá mér. En eins og staðan er í dag þá gæti ég ekki ímyndað mér að vera með Gumma mínum án krakkanna! Eins og ég sagði við hann fyrir stuttu síðan þá finnst mér ég vera ríkari. Það er magnað hvað maður getur byrjað að þykja vænt um annara manna kríli.“

Hvernig nálgast þú þetta nýja hlutverk?

„Ég leyfi þeim alfarið að „ráða” ef ég get orðað það þannig. Þau vita að þau geta treyst á mig og að ég sé til staðar fyrir þau. Persónulega þykir mér mjög vænt um hvað við erum orðin náin og opin við hvort annað á stuttum tíma.“

Guðmundur Birkir og Lína Birgitta eru flott saman.
Guðmundur Birkir og Lína Birgitta eru flott saman. Ljósmynd/Aðsend

Fólk talar um að það geti verið erfitt að þykja vænt um einhvern sem maður þekkir ekki. Ert þú að gera eitthvað sérstakt til þess að kynnast börnunum? 

„Ég á mjög auðvelt með að þykja vænt um börn enda hef ég alltaf verið barngóð manneskja. En ef það er eitthvað sem ég nefni oft við krakkana þá er það að tjá sig og tala upphátt ef þeim mislíkar eitthvað eða ef það er eitthvað að angra þá. Þá er hægt að ræða hlutina í góðu og allir græða og líða betur. Ég sjálf er einnig mjög opin við þau og ég held að það spili stórt hlutverk í því að þau séu opin við mig. Svo er ég líka dugleg að spyrja hvernig var í skólanum og hvort það sé eitthvað að frétta til að skapa opnar umræður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda