Græjaðu barnaafmælið á núll einni

Leikföng geta reynst hið besta borðskraut.
Leikföng geta reynst hið besta borðskraut. Unsplash.com

Það þarf ekki að vera flókið að halda upp á barnaafmæli. Hér eru nokkrar einfaldar hugmyndir sem hægt er að nýta sér fyrir næsta afmæli.

Veldu þema

Það er skemmtilegt að hafa ákveðið þema í barnaafmæli. Hægt er að nota margt sem til er á heimilinu. Til dæmis er hægt að hafa strandarþema, hvetja krakkana til þess að mæta í stuttbuxum og stuttermabol og hafa með sér sólgleraugu. Þá er hægt að blása upp strandbolta og raða strandarhandklæðum, skóflum og fötum inni í stofu. Á veisluborðinu má skera niður ananas og melónur í skemmtileg form. Þá myndu íspinnar einnig passa vel í þetta þema.

Ekki gleyma leikjunum

Leikirnir skipta máli. Gott er að velja leiki sem eru viðeigandi fyrir hvern aldurshóp. Stoppdans leikir og pakkaleikir slá í gegn fyrir yngstu gestina en svo er hægt að búa til ratleiki og morðgátuleiki fyrir eldri börnin.

Kakan skiptir máli

Barnaafmæli eru ekkert án afmæliskökunnar. Oft þarf ekki mikið til að skreyta köku á flottan hátt. Það er sniðugt að nota leikföng til þess að skreyta köku. Margt kemur til greina eins og til dæmis Playmo karlar, dýr, traktorar og bílar. Á sumrin er hægt að fara út í garð og tína til nokkur vel valin blóm til þess að skreyta kökuna. Athugið samt að gera það rétt áður en að kakan er borin fram til þess að blómin visni ekki í millitíðinni. Eins má raða litríku nammi á skemmtilegan hátt og getur útkoman orðið ævintýraleg. Þá má einnig nota kleinuhringi til þess að skreyta köku. Allt eru þetta einfaldar leiðir til þess að skapa eftirminnilega köku.

View this post on Instagram

#happybirthday#4jahre#baby#dino#ichliebedich#meingroßerjunge#birthdaycake#dankedasichdeinemamaseindarf❤️

A post shared by Jennifer Stöhr (@jenste27) on Jun 15, 2020 at 5:33am PDT

View this post on Instagram

🦄 & 🧜🏼‍♀️ #birthdaycake #candycake #unicorncake #mermaidcake #funfettiandbuttercream #homemadewithlove

A post shared by Kelly Wardell (@quaintrelle_kelly) on Jun 15, 2020 at 5:14am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda