Fyrsta barnabarn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur innanhússráðgjafa fékk nafn í gær. Drengurinn var skírður í höfuðið á móðurafa sínum og móðurömmu.
Margrét Bjarnadóttir, elsta dóttir Bjarna og Þóru, og unnusti hennar, Ísak Ernir Kristinsson, eignuðust son í byrjun apríl. Í gær fékk hann nafnið Bjarni Þór.
Barnavefurinn óskar þeim hjartanlega til hamingju með nafnið!