Leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og tónlistarmaðurinn Hallgrímur Jón Hallgrímsson eignuðust son nú á dögunum.
Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna saman en fyrir á Hallgrímur einn son. Drengurinn litli kom í heiminn 5. júlí síðastliðinn.