Jolie reynir að tefja málaferlin

Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru …
Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru Marley Jolie-Pitt. AFP

Ang­el­ina Jolie hef­ur lagt fram beiðni um að fjar­lægja dóm­ara í skilnaðar- og for­ræðismála­ferl­um sín­um við Brad Pitt. Hún held­ur því fram að dóm­ar­inn eigi að víkja þar sem hann hafi ekki verið nægi­lega gagn­sær um aðkomu sína að öðrum mál­um sem tengd­ust lög­manni Brad Pitts. 

Heim­ilidir herma að þetta séu leiðir til þess að tefja mála­ferl­in. Jolie trú­ir því að hlut­ir séu ekki að falla henni í hag. Aðalágrein­ings­efn­in snúi að for­ræði barn­anna og beiðni henn­ar um aukið meðlag með börn­un­um.

„Jolie hef­ur full­an rétt á því að reyna að skipta um dóm­ara. En hún myndi ekki gera það ef hún tryði því að mál­in væru að þró­ast henni í hag. Þetta er sí­gilt dæmi um það að reyna að vinna sér inn tíma með því að skipta út dóm­ar­an­um.“

Mála­ferli Jolie og Pitt hafa staðið í fjög­ur ár. Þau voru sam­an í tólf ár og gift í tvö ár. Á síðasta ári fengu þau þó skilnað að því leyti að þau eru tal­in laga­lega ein­hleyp en það á þó eft­ir að ganga frá úr­lausn­ar­efn­um gagn­vart börn­um og fjár­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda