Amy Schumer segist hafa ákveðið að hún gæti ekki gengið með fleiri börn en hún eignaðist sonin Gene fyrir ári síðan.
Í nýlegu viðtali segist Schumer hafa farið í gegnum tæknifrjóvgun og að það hafi verið mjög erfið lífsreynsla fyrir hana. „Ég held að ég geti ekki farið í gegnum það aftur,“ sagði hún og bætti við að hún og eiginmaður hennar væru að íhuga aðrar leiðir en í augnablikinu eins og til dæmis staðgöngumæðrun en ætli að bíða aðeins með það.
Meðganga Schumer var einnig mjög erfið. Hún var lögð inn á sjúkrahús tíu sinnum vegna alvarlegrar morgunógleði. Þá glímir hún einnig við legslímuflakk (endometriosis) og legslímu- og vöðvavillu (adenomyosis). „Líklega gæti ég átt barn aftur en það gæti gengið að mér dauðri,“ sagði Schumer.