Áföll í bernsku geta skert lífsgæði á fullorðinsárum

Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskyldufræðingur.
Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskyldufræðingur.

„Er það sem við álítum vandamálið mögulega tilraun einstaklings til lausnar á grunnvandanum? Þessu heldur dr. Vincent Felitti fram en hann er upphafsmaður svokallaðrar ACE-rannsóknar, sem er umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á reynslu í bernsku og áhrifum hennar á heilsufar á fullorðinsárum. Um 17.000 manns tóku þátt í rannsókninni og ber hún saman áföll úr barnæsku og heilsufar á fullorðinsárum, að meðaltali fimmtíu árum eftir að atvikin áttu sér stað,“ segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskyldufræðingur í nýjum pistli sem byggður er á MA-ritgerð hennar: 

Erfið reynsla og áföll í bernsku geta verið veruleg lifsskerðing í lífi fullorðins einstaklings, eins og skaðleg áhrif á tauga- og tilfinningaþroska og slæm áhrif á árangur í félagslífi og námi. Niðurstöður eru að áföll í barnæsku er útbreitt vandamál og oftar en ekki ógreind. Erfið reynsla getur einnig verið á einhvern hátt gleymd og falin vegna skammar, leyndar og/eða vegna þess að það er félagslegt tabú.

Áfallaþríhyrningur sem sýnir hvernig erfið reynsla bernskunnar getur haft afgerandi og skaðlegar afleiðingar á lífsskeiði einstaklings.

Aftenging

Varnarleysið gagnvart því sem á sér stað er misjafnt eftir einstaklingum og fer eftir aldri og áfallasögu einstaklings. Því yngri sem einstaklingur er, því líklegra er að reynsla verði honum yfirþyrmandi og jafnvel reynsla sem hefur engin áhrif á eldri einstakling, barn eða fullorðinn. Það er ef til vill ekki alltaf augljóst að áföll eru ekki alltaf þegar um einhverja hræðilega atburði er að ræða, eins og eflaust margir tengja við. Það er ekki síst vegna þess að áföll eru ekki atburðurinn sem slíkur, heldur verður áfallið til í taugakerfinu og er ósjálfrátt.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að áföll hvers konar framkalla ákveðna aftengingu við sjálfið, líkamann, fjölskyldu, annað fólk og mögulega veröldina umhverfis einstaklinginn. Þessa aftengingu er erfitt að sjá og þekkja því hún á sér ekki stað á einu augnabliki og getur jafnvel gerst hægt og rólega. Það eru því oft faldar afleiðingar áfalla sem lifa í einstaklingnum, hann upplifir stundum að ekki sé allt eins og það eigi að vera, en þó ekki meðvitaður að fullu hvað það sé sem á sér stað. Hann upplifir minnkað sjálfstraust, sjálfsöryggi, einnig minni tilfinningu um almenna vellíðan og til lífsins almennt. Almennt val í lífinu verður annað en áður eins og að forðast ákveðið fólk, aðstæður og staði. Það verður því skert frelsi sem hamlar því á margan hátt möguleikum til að uppfylla drauma.

Áföll sem rót fíknar

Margir vísindamenn nútímans hafa komist að þeirri niðurstöðu að óunnin áföll séu rót margra sjúkdóma síðar meir og þau séu einnig rót fíknar. Það eru mjög sterk tengsl á milli óstöðugra heimilisaðstæðna í bernsku og streitu og lítillar seiglu síðar á ævinni. Mögulega getur barn sem upplifði ekki öryggi í bernsku jafnvel aldrei upplifað öryggistilfinningu á fullorðinsárum – án þess að unnið sé úr áföllum.

Áföll hafa ekki aðeins áhrif á hvernig einstaklingur hugsar heldur einnig getu hans til að hugsa. Áföll setjast einnig að í líkamanum og hafa mikil áhrif á hann til lengri tíma litið ef ekki er unnið úr reynslunni. Afleiðingar geta verið kvíði, reiði, geta til að muna og einbeita sér, erfiðleikar við að treysta og mynda heilbrigð sambönd. 

Hvað er mikilvægt í samtímanum?

Nútímarannsóknir sýna okkur mikilvægi þess að styðja við börn í vanda og fjölskyldur í vanda. Það er engin skömm að því að þurfa hjálp og mín persónulega skoðun er sú að til þess að aðstoð gagnist þurfi að aflétta skömminni. Skömm þrífst í þögn, lúrir þar og lifir góðu lífi. Það þarf hugrekki til að opinbera varnarleysið og biðja um hjálp. Afléttum skömminni, hjálpum þeim sem við getum, og biðjum um hjálp þegar við þurfum. Sýnilegi vandinn er oftar en ekki birtingarmynd þess vanda sem raunverulega knýr fram skaðlegu hegðunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda