Hilton ætlar að eignast tvíbura

Paris Hilton ætlar að nefna dóttur sína London.
Paris Hilton ætlar að nefna dóttur sína London. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton ætlar sér að eignast tvíbura, strák og stelpu, og er nú þegar búin að ákveða nafnið á framtíðardóttur sinni. Hilton var í viðtali við LadyGang-hlaðvarpið í vikunni og þar greindi hún frá þessum fréttum.

Hilton er í sambandi með viðskiptamanninum Carter Reum og er búin að láta frysta egg úr sér. „Við erum búin að plana þetta, þetta eiga að verða strákur og stelpa. Þegar þú frystir eggin þín geturðu valið hvort þú færð strák eða stelpu eða tvíbura,“ sagði Hilton. 

„Ég er búin að velja nafnið London fyrir stelpuna og svo er ég að reyna að velja nafn á strákinn. Þannig að ef þú ert með hugmynd ... ég er að spyrja vini mína. Ég vil ekki hafa borgarþema, en ég veit ekki. Það er erfitt að ákveða þetta. London er alveg ákveðið fyrir stelpuna en ég er enn að ákveða nafn fyrir strákinn,“ sagði Hilton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda