Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson og eiginkona hans hin kanadíska Kelsey Henson eignuðust dreng á laugardaginn. Hjónin greindu frá komu barnsins á samfélagsmiðlum. Strákurinn mældist 3530 grömm við fæðingu og 52 sentímetrar.
Hafþór Júlíus greindi ítarlega frá fæðingarferlinu og sagðist vera afar stoltur af eiginkonu sinni. Sjálf sagði Kelsey að upplifunin hefði verið það magnaðasta sem hún hefur upplifað.
Barnavefur mbl.is óska hjónunum til hamingju með barnið.