Á spítala með blæðingar á meðgöngunni

John Legend ásamt eiginkonu sinni Chrissy Teigen.
John Legend ásamt eiginkonu sinni Chrissy Teigen. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen er um það bil hálfnuð með sína þriðju meðgöngu. Barnið kom óvænt undir, ólíkt hinum börnunum hennar og tónlistarmannsins Johns Legends. Teigen þurfti að fara upp á spítala um helgina vegna blæðinga. 

„Ég hef þurft að vera rúmliggjandi í nokkrar vikur og það er mjög strangt,“ sagði Teigen. „Ég stend upp og flýti mér að pissa og það er búið. Ég fer í bað tvisvar í viku, engin sturta, eins lítið og hægt er.“

Þrátt fyrir að hafa farið sér mjög hægt hélt Teigen áfram að blæða. „Ég er um það bil hálfnuð með meðgönguna og blóðið hefur verið í um mánuð. Við erum að tala um meira en blæðingar stelpur, þetta er ekki mun meira en bara blettir. Margir fá blettablæðingar og það er yfirleitt í lagi. Mínar voru ekki í lagi.“

Barnið heldur þó áfram að dafna vel í móðurkviði. Einföld útskýring á vandamáli fyrirsætunnar er veik fylgja. Henni líður vel og segir barnið bæði heilbrigt og stækka hraðar en börnin hennar tvö. 

Teigen og Legend fóru í tæknifrjóvgun til þess að geta börnin sín tvö. „Ég var ekki með góðan grunn fyrir, líkurnar voru ekki góðar til að byrja með,“ sagði Teigen sem passar að hvíla sig mjög vel og passar upp á soninn með hjálp lækna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda