Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta og Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari eignuðust í dag sitt þriðja barn. Þau eignuðust son en fyrir eiga þau synina Ólíver og Tristan.
Aron tilkynnti um fæðingu sonarins á Instagram í dag. „Nú eigum við annan dreng til að elska og deila lífinu með. Ólíver og Tristan eru báðir svakalega að hitta nýja litla bróður sinn,“ skrifaði Aron.
Aron, Kristbjörg og strákarnir eru búsett í Katar en Aron spilar með liðin Al Arabi um þessar mundir.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!