Guðmóðir Angelinu Jolie, breska leikkonan Jacqueline Bisset, hefur fulla trú á að Jolie og Brad Pitt finni lausn á forræðisdeilu sinni. Jolie og Pitt, sem eiga sex börn saman, tilkynntu skilnað sinn árið 2016 en hafa enn ekki komist að samkomulagi um forræði á börnum sínum.
Bisset býr í Los Angeles og var nákomin móður Jolie, Marcheline Betrand. Bisset er í sambandi við Jolie og sást meðal annars úti að borða með henni í París í fyrra.
„Angelina og Brad munu komast að niðurstöðu að lokum. Þau elska börnin sín bæði tvö svo þessu mun ljúka,“ sagði Bisset við Daily Mail á dögunum.
Spenna er að færast í forræðisdeilu Jolie og Pitts en gert er ráð fyrir að mál þeirra verði tekið fyrir í næstu viku og muni standa þangað til 23. október. Bæði eru þau með langan vitnalista auk þess sem Jolie krafðist þess að dómaranum í málinu yrði vikið. Er Jolie meðal annars sögð hafa gert margt til þess að tefja málið. Árið 2018 skipaði dómari henni að bæta samband barnanna við föður sinn.