Erfiðast við veiruna að vera frá dóttur sinni

Khloé Kardashian var í einangrun og hitti ekki dóttur sína …
Khloé Kardashian var í einangrun og hitti ekki dóttur sína í 16 daga. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Khloé Kardashian greindist smituð með kórónuveiruna í mars.  Hún varð ansi veik en það erfiðasta við veikindin var að hitta ekki tveggja ára gamla dóttur sína á meðan hún var í einangrun. 

Kardashian neyddist til þess að vera í einangrun í herberginu sínu í 16 daga. Þrátt fyrir að eiga stærra og flottara herbergi en margir aðrir segir hún það ekki hafa gert vistina betri. 

„Mér er sama hversu fallegt heimili þú átt; að vera tekin burt frá barninu sínu – ég gat ekki verið nálægt dóttur minni – var hryllilega erfitt,“ sagði stjarnan í spjallþætti Ellenar DeGeneres. 

Kardashian lýsti veikindum sínum þannig að hún vissi að hún væri að verða veik en fannst ólíklegt að kórónuveiran væri málið. Þetta var í upphafi faraldursins og nýjar upplýsingar að berast á hverjum degi. Hún notaði grímu og hanska og fór í einangrun. Öll fjölskylda hennar fór í próf en hún var sem betur fer sú eina sem varð veik þarna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda