Óléttan í Vinum falin misvel

Lisa Kudrow og Courtney Cox urðu báðar óléttar en þó …
Lisa Kudrow og Courtney Cox urðu báðar óléttar en þó ekki á sama tíma. Ólétta Kudrow var skrifuð inn í söguþráðinn. Ljósmynd/Imdb

Það þarf oft skapandi lausnir til þess fela þungun leikkvenna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Leikkonurnar Lisa Kudrow og Courteney Cox úr Vinum urðu báðar óléttar á meðan þættirnir voru í sýningu en mismunandi aðferðum var beitt til þess að fela óléttuna. 

Lisa Kudrow var ólétt árið 1997. Í stað þess að fela þungun hennar með ýmsum blekkingum var þungunin skrifuð inn í söguþráð þáttanna. Persóna hennar, Phoebe, á þó ekki von á barni sjálf heldur gengur hún með þríbura fyrir bróður sinn en hann er kvæntur eldri konu. 

Monicu, persónu Courtney Cox, gengur illa að verða ólétt í þáttunum Vinum. Þegar Cox átti síðan von á einkadóttur sinni var það ekki skrifað inn í lokaþáttaröðina. Í stað þess var reynt að fela óléttuna með fatnaði, stundum gekk það illa og ansi ljóst að Cox var ólétt. 

Courtney Cox (lengst til hægri) var klædd í víð föt …
Courtney Cox (lengst til hægri) var klædd í víð föt í lokaþáttum Vina. Ljósmynd/Imdb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda