Uppistandarinn Jakob Birgisson og unnusta hans Sólveig Einarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn nú á dögunum. Í heiminn kom lítil stúlka sem hefur fengið nafnið Herdís.
Jakob hefur getið sér gott orð í skemmtanabransanum síðustu ár með uppistandssýningu sinni Meistari Jakob. Jakob var einn af höfundum Áramótaskaupsins 2019 og var þar með sá yngsti til að koma að því, 21 árs gamall. Jakob stýrði einnig Sumarsögum á Rás 2 í sumar.
Barnavefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!