Rapparinn og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson og kærasta hans Alma Gytha Huntingdon-Williams eignuðust son í byrjun desember. Jóhann Kristófer sem stundum gengur undir nafninu Joey Christ greindi frá komu þeirra fyrsta barns á samfélagsmiðlum.
„Litli King 04.12.20,“ skrifaði Jóhann Kristófer á Instagram og birti mynd af syninum í fallegum prjónafötum.
Barnavefur mbl.is óskar nýbökuðu foreldrunum til hamingju með drenginn.