Pippa á von á sínu öðru barni

Pippa Matthews, litla systir Katrínar hertogaynju, er sögð eiga von …
Pippa Matthews, litla systir Katrínar hertogaynju, er sögð eiga von á barni. mbl.is/AFP

Pippa Matthews, systir Katrínar hertogaynju, á von á barni með eiginmanni sínum James Matthews. Hjónin sem giftu sig árið 2017 eiga fyrir hinn tveggja ára gamla Arthúr sem fæddist árið 2018. 

Heimildarmaður Page Six sagði Matthews-hjónin mjög ánægð með óléttuna. „Pippa og James eru himinlifandi, þetta eru frábærar fréttir eftir erfitt ár. Öll fjölskyldan er mjög ánægð.“

Barnið sem kemur væntanlega í heiminn einhvern tímann á næsta ári bætist í frændsystkinahóp með Georg prins sem er sjö ára, Karlottu prinsessu fimm ára og Lúðvíki prins tveggja ára. Litli bróðir þeirra Katrínar og Pippu, James Middleton, er enn barnlaus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda