Birti mynd af léttklæddri Baldwin á jólakortinu

Amy Schumer birti mynd af Hilariu Baldwin á jólakveðju sinni …
Amy Schumer birti mynd af Hilariu Baldwin á jólakveðju sinni á Instagram. Samsett mynd

Grínleikkonan Amy Schumer er ein fyndnasta kona heims. Hún sendi aðdáendum sínum á samfélagsmiðlum óhefðbundna jólakveðju í ár en hún birti ekki mynd af sér og syni sínum heldur mynd af Hilariu Baldwin, eiginkonu leikarans Alecs Baldwins. 

„Gene og ég óskum ykkur gleðilegrar hátíðar. Njótið með þeim fjölskyldumeðlimum sem tala við ykkur í ár,“ skrifaði Schumer við myndina af Baldwin og ungbarni hennar. Engin mynd birtist hins vegar af Schumer og hinum eins árs gamla Gene. 

Á myndinni sem Baldwin birti í vikunni sést fimm barna móðirin halda á þriggja mánaða gömlum syni sínum á nærfötunum. Baldwin, sem lítur út eins og ofurfyrirsæta, skrifaði texta um krem sem hún notar á líkama sinn eftir fæðingu. 

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda