Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis segir það ekki koma til greina að gefa tíu ára gamalli dóttur sinni ýmislegt sem hana langar í frá jólasveininum. Dóttirin Genesis bjó til óskalista fyrir jólin í fyrsta skipti í ár, á óskalistanum voru hvorki kerti né spil.
Davis sagði í viðtali við spjallþáttastjórnandann Jimmy Kimmel að dóttir sín fengi ekki helminginn af óskalistanum.
„Ég skal segja þér það, Genesis. Mér er alveg sama hversu mikla peninga þú heldur að mamma þín eigi. 98 prósent af þessum lista ert þú ekki að fara að fá,“ sagði Davis um viðbrögð sín.
Davis sagði að sér væri nokkuð sama hversu stillt dóttir sín væri. Hún fengi ekki svona dýrar gjafir. „Þú færð ekki þennan iPhone. Þú fær ekki þessa myndavél með símanum á. Þú færð ekki helminginn af því sem er á þessum lista. Þannig mamma er ég.“
Veistu hvað þessi iPhone kostar? 365 dollara. Átt þú 365 dollara? Átt þú svo mikla peninga? Ég ætla ekki að eyða því í síma?