Sorglegt tíst Breonnu Taylor vekur athygli

Breonna Taylor vonaðist til að eiga barn um þessi jól. …
Breonna Taylor vonaðist til að eiga barn um þessi jól. Hún var skotin til bana á heimili sínu í mars. AFP

Sorglegt tíst sem Breonna Taylor skrifaði á jóladag fyrir ári hefur vakið mikla athygli. Í því skrifaði hún að hún vonaðist til þess að hún myndi eiga barn á næstu jólum svo hún gæti verið spennt fyrir jólunum. 

Hin 26 ára gamla Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum á heimili sínu 13. mars síðastliðinn. 

Breonna Tayl­or var sof­andi þegar lög­regla réðst inn á heim­ili henn­ar og kær­asta henn­ar. Um var að ræða svo­kallaða „no-knock“-hús­leit vegna ábend­ing­ar sem lög­reglu barst um að hugsan­lega færi starf­semi tengd fíkni­efn­um fram á heim­il­inu.

Kær­asti Tayl­or vaknaði við læt­in og kallaði og spurði hver væri þar á ferð en fékk ekk­ert svar og greip því byssu sína og hleypti af einu skoti. Lög­reglu­menn­irn­ir brugðust ókvæða við og hleyptu af fjöl­mörg­um skot­um. Tayl­or varð fyr­ir átta skot­um þar sem hún lá í rúmi sínu og lést. 

Morð Taylor hefur vakið mikla athygli á þessu ári og komst í hámæli í vor og sumar þegar Black Lives Matter-mótmælin voru sem háværust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda