Glamúrfyrirsætan Katie Price stefnir á að bæta við sjötta barninu á næsta ári eða að minnsta kosti búa það til. Price, sem verður 43 ára í ár, varð ástfangin í sumar og langar til að innsigla ást sína með því að eignast barn með hinum 31 árs gamla Carl Woods.
„Við vitum að við ætlum að gifta okkur og eignast börn. Við erum búin að fá vörumerkjaleyfi á nafninu Price Woods,“ sagði Price í viðtali við The Sun. Ég er svo spennt. Það er svo yndislegt að vera með manni sem vill ekki verða frægur.
Þegar við giftum okkur ætla ég að breyta nafninu mínu. Katie Woods. Ég hef aldrei gert það áður. Við erum að reyna að eignast barn, já. Vonandi verð ég ólétt og gift á þessum tíma á næsta ári.“
Price, sem er 42 ára, hefur verið með hinum 31 árs gamla Woods síðan í júní. Price á fimm börn með þremur mönnum en hún hefur verið gift þrisvar.