Íslensku stjörnurnar sem fjölguðu sér á árinu

Katrín Halldóra, Herra Hnetusmjör og Annie Mist fjölguðu sér á …
Katrín Halldóra, Herra Hnetusmjör og Annie Mist fjölguðu sér á árinu. Samsett mynd

Þó árið 2020 hafi verið heldur undarlegt ár heldur lífið áfram og íslensku stjörnurnar héldu áfram að fjölga sér. Þessar íslensku stjörnur eignuðust barn á árinu sem er að líða.

Steindi og Sigrún Sig.
Steindi og Sigrún Sig. mbl.is/Styrmir Kári

Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigrún Sigurðardóttir

Stendi jr. og Sigrún eignuðust sína aðra dóttur á árinu. Sú stutta kom í heiminn í maí og fékk nafnið Matthildur Yrsa. Fyrir eiga þau dótturina Ronju Nótt sem er 6 ára. 

Móeður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon.
Móeður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hörður Björgvin Magnússon og Móeiður Lárusdóttir

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin og kærasta hans Móeiður eignuðust dótturina Matteu Móu í maí. 

Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir.
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir. Skjáskot/Instagram

Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar og eiginkona hans Kristbjörg eignuðust sitt þriðja barn í haust. Drengurinn fékk nafnið Alexander Malmquist.

Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius.
Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius

Crossfit-stjörnurnar Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Freyju Mist. 

Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson.
Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson. AFP

Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson

Vöðvafjallið Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey eignuðust sitt fyrsta barn saman á árinu. Drengurinn fékk nafnið Stormur Magni. 

Harpa Káradóttir.
Harpa Káradóttir.

Harpa Káradóttir og Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Förðunarmeistarinn Harpa Kára og Guðmundur eignuðust tvíburana Kára og Kristján í sumar. 

Herra Hnetusmjör og Sara Linneth.
Herra Hnetusmjör og Sara Linneth. Skjáskot/Instagram

Herra Hnetusmjör og Sara Linneth L. Castañeda

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, og kærasta hans Sara Linneth eignuðust sitt fyrsta barn í febrúar síðastliðnum. Sonurinn fékk nafnið Björgvin Úlfur Árnason Castañeda. 

Sólveig Einarsdóttir og Jakob Birgisson.
Sólveig Einarsdóttir og Jakob Birgisson. Skjáskot/Instagram

Jakob Birgisson og Sólveig Einarsdóttir

Uppistandarinn Jakob Birgisson og unnusta hans Sólveig Einarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn á árinu. Stúlkan fékk nafnið Herdís. 

Heiða Björk Ingimarsdóttir og Benedikt Valsson.
Heiða Björk Ingimarsdóttir og Benedikt Valsson. mbl.is/Styrmir Kári

Benedikt Valsson og Heiða Björk Ingimarsdóttir

Fjölmiðlamaðurinn Benni Vals og sambýliskona hans Heiða Björk eignuðust sitt fyrsta barn snemma í sumar. Sonurinn hefur fengið nafnið Elmar Ingi. 

Alyona og Ragnar Sigurðarson.
Alyona og Ragnar Sigurðarson. Skjáskot/Instagram

Ragnar Sigurðsson og Alyona

Landsliðsmaðurinn Raggi Sig. og eiginkona hans Alyona eignuðust dóttur á árinu. Stúlkan fékk nafnið Mia. 

Unnur Birna Vilhjámsdóttir og Pétur Heimisson.
Unnur Birna Vilhjámsdóttir og Pétur Heimisson. mbl.is

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson

Lögfræðingurinn og fegurðardrottningin Unnur Birna og maður hennar Pétur eignuðust dreng í sumar. 

Svana Lovísa Kristjánsdóttir og Andrés Andrésson

Hönnuðurinn og bloggarinn Svana Lovísa og unnusti hennar Andrés eignuðust sitt annað barn á árinu. Litla stúlkan fékk nafnið Birta Katrín.

Svana Lovísa Kristjánsdóttir.
Svana Lovísa Kristjánsdóttir. Skjáskot/Instagram

Sif Sigmarsdóttir og Geir Freysson

Rithöfundurinn Sif Sigmars og eiginmaður hennar Geir eignuðust sitt þriðja barn í sumar. Í heiminn kom lítill drengur.

Sif Sigmarsdóttir.
Sif Sigmarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson

Söngkonan Katrín Halldóra og eiginmaður hennar Hallgrímur eignuðust sitt fyrsta barn saman í sumar. Sonurinn fékk nafnið Stígur en fyrir átti Hallgrímur soninn Óðin.

Katrín Halldóra Sigurðardóttir.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Hermann Hreiðarsson og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir

Knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðars og Alexandra Fanney eignuðust sinn annan son saman.

Hermann Hreiðarsson og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir.
Hermann Hreiðarsson og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir. Skjáskot/Instagram

Jóhann Kristófer Stefánsson og Alma Gytha Huntingdon-Williams

Tónlistarmaðurinn Joey Christ og unnusta hans Alma eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun desember. Lítill „kóngur“ kom í heiminn. 

Joey Christþ
Joey Christþ mbl.is/Kristinn Magnússon

Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans Guðlaug eignuðust sitt fyrsta barn í haust. Sonurinn var skírður eftir afanum Gumma Ben. og hlaut nafnið Guðmundur Leó.

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og kærasta hans Kristín eignuðust sitt fyrsta barn í febrúar síðastliðnum. Litla stúlkan fékk nafnið Ásta Bertha Bergmann.

Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir.
Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda