Áttuðu sig á mistökum 17 árum eftir ættleiðingu

ungbarn brjóstagjöf smábarn nýfætt barn móðir foreldrar
ungbarn brjóstagjöf smábarn nýfætt barn móðir foreldrar AFP

Saga foreldra ættleidds barns hefur farið eins og eldur í sinu um netið að undanförnu. Foreldrarnir gerðu þau mistök að ala barnið upp sem kínverskt þegar raunin var sú að blóðforeldrar þess voru frá Kóreu. 

Kona sem fann söguna á samskiptasíðunni Reddit deildi sögunni á TikTok. Foreldrarnir höfðu fallið strax fyrir fullkomna litla stráknum sínum. Átta mánuðum eftir að þau ættleiddu barnið fundu þau til samviskubits yfir að ala hann upp á hvítu heimili. Þau ákváðu því að passa að hann tengdist kínverskum rótum sínum. 

Foreldrarnir sóttust eftir vináttu fólks í samfélagi Kínverja nálægt þeim og var fólkið þar eins konar frænkur og frændur barnsins. Þau fóru í ferðalög til Kína og sonurinn lærði mandarín. 

Þegar foreldrarnir voru að hjálpa syninum við háskólaumsókn 17 árum síðar áttuðu þau sig á stóru mistökunum. Á fæðingarvottorði barnsins voru nöfn foreldranna algeng kóresk nöfn en ekki kínversk. 

Hér fyrir neðan má sjá konuna segja sögu foreldrana á TikTok. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda