Tónlistarhjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson eiga von á barni á árinu. Hildur Vala tilkynnti gleðifréttirnar á Facebook í dag.
„Ævintýrin gerast enn! Þessi þrjú eru mjög spennt fyrir litlu systkini í sumar og það ríkir mikil gleði og hamingja hér á bæ,“ skrifaði Hildur við mynd af systkinunum Jökli, Kára og Þórhildi með sónarmynd í höndum.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!