Dætur Kidman alveg eins og pabbi þeirra

Kieth Urban, Faith, Nicole Kidman og Sunday.
Kieth Urban, Faith, Nicole Kidman og Sunday. Skjáskot/Youtube

Stjörnu­hjón­in Nicole Kidm­an og Keith Ur­ban mættu á fjar­hátíð Gold­en Globe-verðlaun­anna á sunnu­dag­inn. Með þeim í sóf­an­um heima hjá þeim voru dæt­ur þeirra þær Sunday sem er 12 ára og Faith sem er tíu ára. 

„The Undo­ing var kynþokka­full og drama­tísk ráðgáta þar sem kápa Nicole Kidm­an var grunuð um að myrða hár­koll­una henn­ar,“ grínuðust kynn­arn­ir Tina Fay og Amy Poehler. Því næst var klippt yfir á fjöl­skyldu Kidm­an þar sem þær Faith og Sunday sátu prúðar í hvít­um kjól­um við hlið for­eldra sinna. 

Kidm­an og Ur­ban eru dug­leg að halda börn­um sín­um utan sviðsljóss­ins. Aðdá­end­ur þeirra glödd­ust því þegar mynda­vél­inni var beint að dætr­un­um en stúlk­urn­ar þykja sér­stak­lega lík­ar föður sín­um. Sér­stak­lega sú eldri sem var með eins hár­greiðslu og pabbi henn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda