Af hverju er Archie ekki prins?

Meghan og Archie.
Meghan og Archie. AFP

„Viðtal Opruh við hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, var sýnt hér á landi í gærkvöldi og má vægast sagt segja að það er margt sem þarf að skoða betur og ræða. Eitt af því sem var rætt var titill sonar þeirra hjóna, Archies,“ segir Guðný Ósk Laxdal, sérfræðingur í bresku konungsfjölskyldunni, í sínum nýjasta pistli: 

Archie Harrison Mountbatten-Windsor fæddist í maí 2019. Þegar tilkynnt var um nafnið hans var líka tilkynnt að hann myndi ekki bera neinn titil en það yrði talað um hann með titilinn master í formlegum tilkynningum. Ég veit þó ekki til að það hafi oft verið gert. 

Það kom fáum á óvart að Archie hafi ekki fengið titilinn prins, enda er hann barnabarnabarn drottningar og einungis börn og barnabörn hennar eiga rétt á titlinum prins eða prinsessa, en þó bera ekki öll barnabörn hennar þann titil. Til dæmis bera börn Önnu krónprinsesu enga titla, og yngri sonur Edwards ber titilinn vísigreifinn af Severn. Dóttir Edwards er einungis með titillinn Lady Louise. Það eru því einungis börn Karls og Andrews sem eru með prinsa- og prinsessutitla. 

Archie hefði hins vegar getað fengið titilinn jarlinn af Dumbarton, sem er titill sem Harry prins hefur en notar ekki, en var ákveðið þegar Archie fæddist að hann myndi ekki nota þann titil. Sá er vissulega ekki sá sami og prins og fá fríðindi eða réttindi sem fylgja honum, en sá jarlstitill var ekkert ræddur í viðtalinu í gærkvöldi.

Breska konungsfjölskyldan, ólíkt norrænu konungsfjölskyldunum, er með strangt kerfi varðandi prinsa- og prinsessutitla. Þú getur einungis fengið titilinn ef þú fæðist með hann og ert barn eða barnabarn konungs/drottningar. Eina undantekningin hefur verið kona prinsins af Wales sem fær þá titillinn prinsessan af Wales, en Kamilla er þó ekki með þann titil í dag. 

Þegar Karl verður konungur mun Archie, og framtíðarbörn Harrys og Meghan, eiga rétt á að vera prinsar og prinsessur, enda þá orðin barnabörn konungs. Þau hafa þá val um hvort þau taka upp titilinn, en Harry og Meghan ráða því ef börnin hafa ekki náð 18 ára aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda