Vill hætta að kenna sig við Pitt

Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2013.
Angelina Jolie, Maddox Jolie-Pitt og Brad Pitt árið 2013. AFP

Hollywoodstjörnurnar Brad Pitt og Angelina Jolie eru enn í réttarsal tæpum fimm árum eftir að þau tilkynntu skilnað. Elsta barn þeirra, hinn 19 ára gamli Maddox Jolie-Pitt, bar nýlega vitni gegn föður sínum og vill taka nafnið Pitt út úr eftirnafni sínu. 

Maddox bar vitni gegn föður sínum í forræðismáli hjónanna sem fullorðinn einstaklingur. Heimildarmaður Us Weekly segir vitnisburð Maddox ekki hafa komið vel út fyrir föður hans. 

„Hann notar ekki nafnið Pitt í eftirnafni sínu þegar ekki er um lagaleg skjöl að ræða, hann notar bara Jolie. Maddox vill breyta eftirnafni sínu löglega í Jolie en Angelina segist ekki styðja það.“

Í lok árs 2016 var leikarinn Pitt hreinsaður af öllum grun um ofbeldi gegn Maddox sem þá var 15 ára. Jolie sakaði Pitt um að hafa slegið dreng­inn í flugvél. Eftir atvikið í flugvélinni tóku Pitt og Jolie ákvörðun um að skilja og hefur mikið ósætti ríkt meðal feðganna. Ang­el­ina Jolie er nú sögð til­bú­in að reiða fram gögn sem styðja framb­urð um heim­il­isof­beldi í skilnaðar­máli sínu við Brad Pitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda