Hulda Björk Svansdóttir og sonur hennar Ægir Þór Sævarsson dansa alla daga til að gera lífið betra. Ægir Þór er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne sem er lífshættulegur. Til þess að auka gleðina í lífi sínu hafa þau fengið þjóðþekkta einstaklinga til þess að dansa með sér. Að þessu sinni fékk Sóli Hólm að dansa með þeim og dönsuðu þau við eitt besta lag í heimi, Gleðibankann, sem var fyrsta framlag Íslands í Eurovison 1986.