Gurrý og Egill eignuðust son

Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson eignuðust son.
Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson eignuðust son. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snyrtifræðingurinn Guðríður Jónsdóttir, Gurrý, og kærasti hennar Egill Einarsson eignuðust dreng í dag. Drengurinn litli kom með hraði en þetta er þeirra annað barn. 

Egill sagði frá gleðifréttunum á Instagram í kvöld. „Grislingurinn var óþolinmóður og ákvað að mæta í heiminn aðeins á undan áætlun. Þetta gerðist frekar hratt. Gurrý vakti mig 04:15 í nótt. Löbbuðum inn á spítalann 05:20 og drengurinn fæddur 06:41. Alvöru tempó. Erum komin heim og Eva Malen ofpeppuð fékk loksins að hitta litla bróðir. Móður og barni heilsast vel,“ skrifar Egill. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda