Snyrtifræðingurinn Guðríður Jónsdóttir, Gurrý, og kærasti hennar Egill Einarsson eignuðust dreng í dag. Drengurinn litli kom með hraði en þetta er þeirra annað barn.
Egill sagði frá gleðifréttunum á Instagram í kvöld. „Grislingurinn var óþolinmóður og ákvað að mæta í heiminn aðeins á undan áætlun. Þetta gerðist frekar hratt. Gurrý vakti mig 04:15 í nótt. Löbbuðum inn á spítalann 05:20 og drengurinn fæddur 06:41. Alvöru tempó. Erum komin heim og Eva Malen ofpeppuð fékk loksins að hitta litla bróðir. Móður og barni heilsast vel,“ skrifar Egill.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!