Ef ég ætti bara eina ósk

Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með …
Hulda Björk Svansdóttir er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn.

„Ég myndi gera hvað sem er til að geta læknað Ægi minn af þessum skelfilega sjúkdómi sem herjar á hann og ég hugsa að allir foreldrar geti skilið það. Börnin eru einfaldlega hjarta manns og maður vill helst ekki að þau þurfi að upplifa nokkuð sem er vont eða sárt. Ef aðeins ég gæti tekið hans stað svo hann þyrfti aldrei að ganga í gegnum það sem hann þarf að ganga í gegnum og upplifa þá erfiðu hluti sem fylgja Duchenne,“ skrifar Hulda Björk Svansdóttir í sínum nýjasta pistli.

Ef bara ég ætti eina ósk, þá myndi ég óska mér að ég gæti óskað endalaust.

Ég myndi óska mér að Duchenne væri ekki til, Ægir væri heilbrigður og myndi aldrei þurfa að vera veikur eða finna til.

Ég myndi óska mér að hann gæti hlaupið eins og vindurinn og spilað fótbolta allan daginn með vinum sínum.

Ég myndi óska mér að hann gæti verið úti heilan dag að hlaupa og leika sér án þess að vera uppgefinn.

Ég myndi óska mér að hann væri ekki kvíðinn og óöruggur í aðstæðum sem hann ræður ekki við líkamlega.

Ég myndi óska mér að hann gæti farið eins margar ferðir í rennibrautunum í sundlauginni og hann langaði.

Ég myndi óska mér að hann ætti haug af vinum sem væru alltaf að spyrja eftir honum og hann myndi leika við þá alla daga.

Ég myndi óska mér að hann gæti hlaupið upp alla brekkuna til að geta rennt sér niður á snjóþotunni og farið milljón ferðir.

Ég myndi óska mér að hann gæti stundað allar þær íþróttir sem hann langaði.

Ég myndi óska mér að hann þyrfti aldrei að finnast hann vera vanmáttugur og fyndist hann jafngóður og aðrir.

Ég myndi óska mér að hann gæti látið alla drauma sína rætast.

Ég myndi óska mér að það væru ekki til neinir sjúkdómar, að enginn, hvorki börn né fullorðnir, þyrfti nokkru sinni að þjást eða vera veikur, að allir væru heilbrigðir og gætu notið lífsins til fulls.

Ef ég ætti bara eina ósk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda