Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, eignuðust stúlku þann 5. maí síðastliðinn. Litla stúlkan hefur fengið nafnið Melrós Mía Gylfadóttir.
Alexandra tilkynnti um fæðingu dóttur sinnar á samfélagsmiðlum í dag, mæðradag, og sagðist vera þakklát fyrir að vera móðir hennar. Þetta er fyrsta barn þeirra Gylfa og Alexöndru.
Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju