Kristján Danaprins komst loksins í fullorðinna manna tölu um helgina. Kristján verður 16 ára seinna á árinu og átti að fermast í fyrra en fermingunni var frestað vegna heimsfaraldurs.
Fermingin fór fram á laugardaginn í Fredensborg Slotskirke að því fram kemur á vef dönsku konungsfjölskyldunnar. Kristján fór í myndatöku með föður sínum, móður, þremur systkinum og ömmu sinni, Margrét Þórhildi Danadrottningu.
Heimsfaraldurinn setti svip á ferminguna og ekki gátu allir verið viðstaddir áfangann að því fram kemur á vef BT. Þar má nefna Jóakim Danaprins, föðurbróður Kristjáns, auk Marie, eiginkonu Jóakims. Móðurafi Kristjáns, John Donaldson, komst heldur ekki.
Kristján prins verður krónprins þegar faðir hans, Friðrik krónprins, tekur við af móður sinni og verður kóngur.