Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson eignaðist sitt annað barn á dögunum með eiginkonu sinni, fjölmiðlakonunni Höllu Oddnýju Magnúsdóttur. Víkingur Heiðar greindi frá komu barnsins á samfélagsmiðlum.
Fyrr á árinu greindi Víkingur Heiðar frá því að þau hjónin ættu von á syni í vor. Nú er barnið mætt í heiminn en sonurinn er annað barn þeirra hjóna. Fyrir eiga þau soninn Ólaf Magnús sem er tveggja ára.
Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.