Barn bjargar lemúrum frá einsemd

Einmana lemúr dolfalinn yfir laglegum hljómborðsleik barnsins.
Einmana lemúr dolfalinn yfir laglegum hljómborðsleik barnsins. Ljósmynd/Amy Reed

Í hverri viku fer hin 11 ára gamla Seen­lada Supat með hljóm­borðið sitt í dýrag­arð rétt fyr­ir utan Bang­kok til að halda tón­leika. Líkt og al­vöru­tón­list­armaður und­ir­býr hún sig vel.

Hún klæðir sig upp í tón­leika­föt í anda Of Montreal eða Bjark­ar. Glæsi­legu tón­leika­föt­in henn­ar eru nefni­lega grænn krókó­díla­bún­ing­ur sem verður að telj­ast afar viðeig­andi þar sem einu tón­leika­gest­irn­ir eru íbú­ar dýrag­arðsins, sjálf dýr­in.

Skjá­skot/​Youtu­be

Seen­lödu Supat fannst sorg­legt að sjá hversu einmana dýr­in eru en heim­sókn­um í dýrag­arðinn hef­ur fækkað um 70% frá því far­ald­ur­inn hófst. Til þess að gleðja dýr­in ákvað Supat að halda viku­lega tón­leika þar sem hún sér­hæf­ir sig í „easy listen­ing“ en Supat fær sér­stak­lega mikla at­hygli frá lemúr­un­um.

„Ég spila ró­lega tóna á hljóm­borðið mitt svo dýr­un­um líði vel,“ seg­ir Seen­lada Supat sem er hrædd um sál­ræn áhrif far­ald­urs­ins og von­ast til þess að dýr­in fái viðeig­andi aðstoð frá stjórn­völd­um dýrag­arðsins.

Sam­kvæmt heim­ild­um þá eru íbú­ar dýrag­arðsins ánægðir með viku­lega viðburði Supat­ar og sér­stak­lega lemúr­arn­ir sem hóp­ast í kring­um hana af for­vitni þegar hún byrj­ar að spila á hljóm­borðið.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda