Börnin standa saman og fagna Jolie

Angelina Jolie varð 46 ára á dögunum og fagnaði því …
Angelina Jolie varð 46 ára á dögunum og fagnaði því með börnunum sínum JEAN-PAUL PELISSIER

Á dögunum varð óskarsverðlaunaleikkonan Angelina Jolie 46 ára og í tilefni þess buðu börnin hennar mömmu óvænt út að borða á hinn vinsæla asíska veitingastað TAO í borg englanna. Leikkonan var glæsileg í gulum sumarlegum kjól og Christian Louboutin-hælum með Valentino-tösku eins og sjá má í frétt People.

Angelina Jolie er að ganga í gegnum erfiða forræðisdeilu við fyrrverandi eiginmann sinn Brad Pitt og því hefur þessi stund með börnum hennar verið kærkomin.

Fyrr á þessu ári fögnuðu börnin mæðradeginum með Jolie á sérstakan hátt. Ár eftir ár tekst börnunum hennar að koma henni á óvart með því að gera mæðradaginn einstakan fyrir hana og hún getur ekki hætt að hrósa þeim og segir: „Börnin mín hafa alltaf verið ótrúlega flott á mæðradaginn. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu og þau vinna svo vel saman til að gera daginn sérstakan fyrir okkur öll.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda