Eiginkona Downs gengur með barnið

Deidre Downs tók þátt í Ungfrú Ameríku á sínum tíma …
Deidre Downs tók þátt í Ungfrú Ameríku á sínum tíma til að eignast peninga svo hún gæti haldið áfram í námi. mbl.is/Instagram

Deidre Downs var krýnd ungfrú Ameríka árið 2005. Hún þótti ólíklegur þátttakandi í fegurðarsamkeppni á þeim tíma en ákvað að freista gæfunnar þar sem hún hafði verið á íþróttastyrk en vildi einbeita sér meira að náminu. Hún opinberaði samkynhneigð sína árið 2018 og giftist svo unnustu sinni Abbott Jones sama ár. Jones er lögfræðingur að mennt og er á því að Downs sé eina konan í Alabama sem hefði getað gert hana ófríska. Enda starfar Downs sem sérfræðingur í frjósemi. 

Þær vilja eignast fleiri börn og ætla að skipta á milli sín að ganga með þau. Barnið sem þær eiga von á mun fæðast í desember og er stúlka. 

Ungrfrú Alabama, Deidre Downs, kom sá og sigraði í keppninni …
Ungrfrú Alabama, Deidre Downs, kom sá og sigraði í keppninni um Ungfrú Ameríku árið 2005. mbl.is/AFP

„Það hefði enginn trúað því sem þekkti mig sem barn að ég myndi enda í fegurðarsamkeppni enda hef ég aldrei verið fyrir svona stelpudót,“ segir Downs. 

Lífið getur komið á óvart eins og lífshlaup hennar sýnir. Hún giftist æskuástinni, karlmanni, og eignaðist með honum son. Þegar hjónabandið fór að ganga illa byrjaði hún í ráðgjöf sem fékk hana til að horfast í augu við hver hún væri og opinbera kynhneigð sína. Þau skildu en héldu góðum vinskap eftir það. 

Downs kynntist eiginkonu sinni á Match.com og náðu þær strax saman þótt það hafi tekið tíma fyrir fegurðardrottninguna að stíga fram og segja sannleikann. 

New York Post

View this post on Instagram

A post shared by GAY.IT (@gayit)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda