Elskar að vera með smábarn 48 ára

Cameron Diaz elskar að vera mamma.
Cameron Diaz elskar að vera mamma. AFP

Líf Hollywoodstjörnunnar Cameron Diaz snýst um hina 18 mánaða gömlu Raddix. Diaz, sem lagði leiklistina á hilluna, þurfti að bíða í nokkur ár eftir barninu. Núna snýst veröld hinnar 48 ára gömlu stjörnu um telpuna og velferð hennar. 

Diaz eignaðist dóttur sína með eiginmanni sínum Benji Madden. „Cameron segir að móðurhlutverkið hafi breytt tilveru hennar og gert hana að allt annarri og ánægðari manneskju,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. „Hún lifir fyrir fjölskyldu sína, og Raddix, ásamt Benji, er miðpunkturinn í heimi hennar. Hún les fyrir hana, málar og skrifar, fer með hana að hitta leikfélaga í garðinum og eys yfir hana ást frá morgni til kvölds.“

Stúlkan, sem kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður í kringum þar síðustu áramót, virðist dafna vel. Heimildarmaðurinn segir smábarnið byrjað að ganga og tala. Leikkonan segir að allt hafi farið eins og það átti að fara en hjónin reyndu að eignast barn í nokkur ár. Það er ekki útilokað að Raddix fái systkini en Diaz og Madden eru svo þakklát fyrir barnið sem þau eiga að þau eru himinlifandi með bara eitt barn.

Hjónin Benji Madden og Cameron Diaz eiga dóttur.
Hjónin Benji Madden og Cameron Diaz eiga dóttur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda