Léttist til að auka frjósemina

Rebel Wilson vonast til þess að eignast barn.
Rebel Wilson vonast til þess að eignast barn. Skjáskot/Instagram

Hollywoodleikkonan Rebel Wilson hefur grennst mikið á undanförnum misserum. Hún ákvað að taka sjálfa sig í gegn til þess að auka möguleika sína á að eignast barn. Þegar læknir stakk fyrst upp á þessu tók hún reyndar ekki vel í hugmyndina. 

Hin 41 árs gamla leikkona er talin hafa lést um 30 kíló á rúmlega einu ári. Hún fékk spurningu um lífsstílsbreytingu sína í lifandi streymi á instagramsíðu sinni á dögunum. 

„Þú hefðir miklu meiri möguleika ef lifnaðarhættirnir væru heilsusamlegri,“ sagði læknir við Wilson þegar hún var að skoða hvað hún gæti gert til þess að eignast barn.

„Ég var reyndar pínu móðguð. Mér fannst ég vera nokkuð hraust þótt ég væri stærri,“ viðurkenndi hún á samfélagsmiðlinum. „Þess vegna byrjaði ég, vegna þess að ef ég léttist ætti ég meiri möguleika á að frysta egg og egg í meiri gæðum.“

Wilson var því að hugsa um framtíðarbörn sín þegar hún ákvað að taka heilsuna föstum tökum. Hún hefur verið dugleg að sýna frá gangi mála á Instagram og hvernig hún æfir. Í maí greindi hún frá því að hún hefði fengið slæmar fréttir á vegferð sinni að móðurhlutverkinu en sagði ekki nákvæmlega hvað hefði komið upp á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda