Tíu ára gömul dóttir Davids Schwimmers, Chloe, kom öllum heldur betur á óvart með nýju útliti.
Á instagramsíðu móður hennar, Zoe Buckman, birtist mynd af dótturinni þar sem hún skartaði nýrri hárgreiðslu. Nú er hún stuttklippt með skærbleikt hár. Viðbröðin létu ekki á sér standa og hrósuðu margir henni fyrir þessa djörfu klippingu.
Þetta kemur mitt í fjaðrafoki sem David Schwimmer stendur í en augu allra beinast að honum og Jennifer Aniston. Þau eru sögð eiga í ástarsambandi en hafa neitað öllu hingað til.