Madonna í fjölskylduferð um Ítalíu

Madonna er á ferðalagi með börnum sínum um Ítalíu.
Madonna er á ferðalagi með börnum sínum um Ítalíu. mbl.is/Instagram

Madonna hefur verið að njóta sumarsins og er nú á ferðalagi með börnum sínum og unnusta um Ítalíu. Madonna á sex börn. Elsta dóttir hennar Lourdes Leon er 24 ára, Rocco Richie er 21 árs, David og Mercy eru fimmtán ára og Stella og Estere átta ára.

Söngkonan vinsæla varð 63 ára 16. ágúst síðastliðinn og hefur þess vegna verið í eins konar afmælisferð með fjölskyldunni og unnustanum Ahlamalik Williams. 

Þau dvelja nú í borginni Leece sem stundum hefur verið kölluð Feneyjar suðursins. 

Madonna lætur ekki 30 ára aldursmun stoppa sig í að upplifa ást og hamingju, en þau Williams hafa verið að hittast frá árinu 2019 og virðist sambandið ganga vel. 

Madonna á sterkar tengingar við Ítalíu og skoðar fallegar byggingar, áhugaverð söfn og borðar góðan mat á staðnum. Á ljósmyndum sem hafa verið teknar af henni nýverið má sjá að hún notar sólhlíf til að verja sig fyrir sólinni og gengur um göturnar smart klædd með rósavín í glasi. 

Margir eru á því að hún hafi sjaldan eða aldrei litið betur út og fer samvera með börnunum og ferðalög greinilega vel með hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda