16 ára og vinalaus

Alana Thompson er 16 ára og vinalaus.
Alana Thompson er 16 ára og vinalaus. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Alana Thompson, betur þekkt sem Honey Boo Boo, verður 16 ára hinn 28. ágúst næstkomandi. Thompson ræddi við unglingaútgáfu Vogue í tilefni af afmælinu. Þar segist hún vera eiginlega alveg vinalaus og að hún eigi erfitt með að treysta fólki. 

Thompson öðlaðist mikla frægð þegar hún var barn og tók þátt í fegurðarsamkeppnum. Þá hefur fjölskylda hennar verið í raunveruleikaþáttum meirihluta lífs hennar. Thompson var áður ánægð með gælunafn sitt Honey Boo Boo en í dag er hún ekki svo ánægð með það. 

„Mér líður eins og fólk sé að monta sig. „Guð minn góður, ég er vinkona Honey Boo Booo“,“ útskýrði Thompson. Hún segir fólk enn gera ráð fyrir því að hún hagi sér eins og hún gerði þegar hún var barn. 

Það veldur því að Thompson finnst erfitt að tengjast fólki og krökkum í skólanum sínum og treysta því. „Satt best að segja á ég ekki marga vini. Yfir höfuð. Ég treysti engum í rauninni, svo ég á enga vini,“ sagði Thompson. 

Hún á þó stóra fjölskyldu og er náin henni. Fjölskyldulífið hefur ekki verið dans á rósum undanfarin ár en móðir hennar, June Shannon, var handtekin fyrir vörslu á fíkniefnum árið 2019. Í kjölfarið var Thompson send í fóstur til systur sinnar, Lauryn Shannon.

„Fólk gerir sér ekki almennilega grein fyrir því hversu mikl áhrif áfengi og fíkniefni hefur á fólk. Þetta er virkilega, virkilega erfitt og eitthvað sem ég myndi óska neinum. Þegar mamma var virkilega slæm í sinni neyslu, ég vissi ekki hvar ég myndi enda. Ég er mjög stolt af sjálfri mér í dag,“ sagði Thompson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda