Leikarahjónin fyrrverandi Angelina Jolie og Brad Pitt deila enn um forsjá barna sinna fimm sem enn eru undir lögaldri. Nú sakar lögmannsteymi Jolie Pitt um að nýta sér frægð sína til þess að fá sérstaka málsmeðferð í forsjármáli þeirra.
Ásökun Jolie kemur fram í nýjum dómsskjölum sem Page Six hefur aðgang að. Pitt er ósáttur við þá ákvörðun að dómarinn í forræðismálinu hafi þurft að segja sig frá málinu. Lögmenn Pitts vilja snúa við ákvörðuninni.
Flækjustig máls Jolie og Pitt er mikið og snýst að miklu leyti um tæknileg atriði sem lögmannsteymi Pitt og Jolie telja mismikilvæg eftir því hvað hentar hverjum hverju sinni. Meðal annars er deilt um vanhæfi dómara.
Jolie og Pitt eiga sex börn saman, þar af fimm undir lögaldri. Maddox er elstur en hann er tvítugur. Pax er 17 ára, Zahara er 16 ára, Siloh 15 ára og tvíburarnir Vivienne og Knox eru 13 ára.