Helgin fer í birkifræsöfnun með fjölskyldunni

Baldur Ólafsson fer í birkifræsöfnun með fjölskyldunni um helgina.
Baldur Ólafsson fer í birkifræsöfnun með fjölskyldunni um helgina.

Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus ætlar í árlega birkifræsöfnun með fjölskyldunni sinni um helgina. Hann segir tilvalið að gera birkifræsöfnun að fjölskyldudegi. Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti að minnsta kosti fjórðung landsins við landnám.

„Við fjölskyldan erum að fara í birkifræsöfnun um helgina. Þetta er orðin árleg hefð hjá okkur í fjölskyldunni. Ég og konan mín förum ásamt sonum okkar tveimur sem eru 12 og 14 ára gamlir. Við förum í gönguferð og tínum birkifræ og græðum upp landið. Við förum í nágrenni Akraness þar sem við búum. Þetta er skemmtileg útivist og að sjálfsögðu stórt umhverfismál. Ég er búinn að vera að grúska mikið í umhverfismálum í tengslum við starfsemi Bónus. Ef allir taka til hendinni þá gerir margt lítið eitt stórt. Það er því mikilvægt að landsmenn átti sig á því að græða skóga er stórt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga,“ segir Baldur. 

„Þetta er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Bónus og fleiri fyrirtæki og hagsmunaaðilar koma að þessu mikilvæga verkefni. Lagt var upp með að auka vitund og áhuga fólks á eflingu náttúrunnar og útbreiðslu birkis, víðis og annars gróðurs á landinu. Verkefni af þessu tagi hvetur fólk til að taka til hendinni í umhverfismálum."

Baldur segir átakið vera lið í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti að minnsta kosti fjórðung landsins við landnám. Ef landið klæðist birkiskógi minnkar kolefnislosun og binding hefst í staðinn. Svona verkefni eru því líka loftslagsverkefni. Í öllum verslunum Bónus, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, er hægt er að nálgast sérstök box til að safna birkifræjunum. 

Markmiðið er að safna birkifræjum en hægt er að nálgast …
Markmiðið er að safna birkifræjum en hægt er að nálgast sérstök box í Bónusverslunum um allt landið.

„Eftir söfnun er svo hægt að skila boxunum aftur í verslanir Bónus í næstu innkaupaferð. Skógræktin og Landgræðslan sjá svo um að koma fræjunum í jörð þannig að saman græðum við landið. Það er bara um að gera að klæða sig eftir veðri og vera með gott nesti í birkifræsöfnunarleiðangri fjölskyldunnar," segir Baldur sem hlakkar til birkifræssöfnunarinnar með fjölskyldunni.

Síðastliðið haust var safnað umtalsverðu magni af birkifræjum sem var að hluta dreift á þeim tíma. Í vor var afganginum dreift á valin beitarfriðuð svæði. Birkifræi má sá beint í jörð og ef rétt er staðið að sáningunni getur bein sáning verið auðveld leið til að koma birki í skóglaust land. Söfnunarátakið í fyrra gekk afar vel og áhugi almennings var mikill og vonandi verður sama uppi á teningnum nú í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda