Jolie mætti með dóttur sína

Angelina Jolie og Zahara Jolie-Pitt.
Angelina Jolie og Zahara Jolie-Pitt. AFP

Leikkonan og mannréttindafrömuðurinn Angelina Jolie mætti með dóttur sína, Zahöru Jolie-Pitt, á viðburðinn Power of Women á vegum Variety á fimmtudaginn. Hin 16 ára gamla Zahara stillti sér upp ásamt móður sinni á rauða dreglinum. 

Zahara var í hvítum fallegum síðkjól en kvikmyndastjarnan móðir hennar var í brúnum síðerma kjól. Þær virtust vera í mjög góðu skapi, héldust í hendur og tók Jolie utan um dóttur sína þegar ljósmyndarar tóku myndir af þeim saman. 

Zahara er þriðja elsta barn Jolie og fyrrverandi eiginmanns hennar, leikarans Brads Pitts. Kvikmyndastjörnurnar greindu frá skilnaði sínum árið 2016 en eiga enn í hörðum forræðisdeilum um börn sín. Saman eiga þau sex börn en það elsta er 20 ára. 

Angelina Jolie og Zahara Jolie-Pitt voru innilegar á rauða dreglinum.
Angelina Jolie og Zahara Jolie-Pitt voru innilegar á rauða dreglinum. AFP


Leikkonan var mætt á viðburðinn sem fram fór í Beverly Hills til þess að kynna ljóðskáldið Amöndu Gorman til leiks. Gorman stillti sér meðal annars upp með mæðgunum á rauða dreglinum. Ljóðskáldið öðlaðist heimsfrægð þegar hún flutti ljóð á innsetningarathöfn Joes Bidens Bandaríkjaforseta í janúar. Jolie hélt litla tölu um hana áður en hún kom á svið. Sagði hún heiminn þurfa raddir eins og Gorman, sem lýstu veginn í myrkrinu. 

Zahara Jolie-Pitt, Angelina Jolie og ljóðskáldið Amanda Gorman.
Zahara Jolie-Pitt, Angelina Jolie og ljóðskáldið Amanda Gorman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda