Jolie mætti með barnahrúguna með sér

Angelina Jolie mætti með börnin. Hér er hún ásamt þeim …
Angelina Jolie mætti með börnin. Hér er hún ásamt þeim Maddox, Vivienne, Zahöru, Shiloh og Knox. AFP

Leikkonan Angelina Jolie er dugleg að mæta með börnin sín í bíó ólíkt barnsföður sínum Brad Pitt. Jolie mætti með fimm af sex börnum sínum á frumsýningu Eternals í Los Angeles á mánudaginn. 

Jolie og Pitt eiga saman sex börn en þau hafa átt í forræðisdeilu síðan þau tilkynntu skilnað árið 2016. Sá elsti í systkinahópnum er hinn tvítugi Maddox en hann mætti með móður sinni ásamt Zöhöru sem er 16 ára, Shiloh sem er 15 auk tvíburanna Vivienne og Knox, 13 ára. Sá eini sem lét sig vanta var Pax sem er 17 ára. 

Angelina Jolie var fremst í flokki en á eftir henni …
Angelina Jolie var fremst í flokki en á eftir henni komu börnin. AFP

Framkoma Jolie og barnanna var greinilega útpæld en þau voru klædd í stíl. Drengirnir Maddox og Knox voru í svörtum jakkafötum. Kjólarnir voru síðir og einfaldir. Jolie og Shiloh voru í brúnum kjólum, Vivienne í hvítum og Zahara silfruðum.

Maddox, Vivienne, Angelina Jolie, Knox, Shiloh og Zahara.
Maddox, Vivienne, Angelina Jolie, Knox, Shiloh og Zahara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda