350 börn mættu í áheyrnarprufur

Þessar kátu stúlkur voru á meðal þeirra 350 barna sem …
Þessar kátu stúlkur voru á meðal þeirra 350 barna sem spreyttu sig á að talsetja teiknimyndir um helgina.

Um 350 börn spreyttu sig á að talsetja teiknimyndir um helgina í opnum áheyrnarprufum fyrir hlutverk í nýrri Tulipop-teiknimyndaþáttaröð sem fer í sýningar í Sjónvarpi Símans Premium í byrjun nýs árs.

Umboðsskrifstofa leikara, Móðurskipið, hafði umsjón með prufunum í samstarfi við Tulipop Studios sem er framleiðandi teiknimyndaþáttaraðarinnar „Margt býr í Tulipop“, en um er að ræða nýja metnaðarfulla íslenska teiknimyndaþáttaröð byggða á hinum ástsæla Tulipop-ævintýraheimi.

Allir krakkar sem mættu spreyttu sig á að tala og syngja fyrir Tulipop-persónurnar Búa, Gló, Maddý og Fredda og var mikið líf og fjör í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni þar sem prufurnar voru haldnar og húsið fullt af hæfileikaríkum börnum. Áætlað er að búið verði að velja í hlutverkin fyrir lok nóvember og raddupptökur fara svo fram í framhaldinu.

Helga Árnadóttir hjá Tulipop, Gunnar Árnason hjá stúdíóinu Upptekið, Sigvaldi …
Helga Árnadóttir hjá Tulipop, Gunnar Árnason hjá stúdíóinu Upptekið, Sigvaldi J. Kárason leikstjóri, Signý Kolbeinsdóttir hjá Tulipop og María Hrund Marinósdóttir hjá Móðurskipinu. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál