Guðjón og Eva unnu fjórfaldan sigur

Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir unnnu fjórfaldan sigur …
Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir unnnu fjórfaldan sigur á Norðurlandameistaramótinu.

Hin 13 ára gömlu Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir unnu fjórfaldan sigur á Norðurlandameistaramótinu sem haldið var hér á landi hinn 7. nóvember. Guðjón og Eva æfa með HK dansdeild. 

Þau urðu Lotto meistara í unglingaflokki 1, sem er flokkur 12-13 ára, í ballroom og latin dönsum og unnu einnig Lottobikarinn í frjálsum riðlum sem kemur til þeirra sem fá flestu ásana. 

Á sunnudeginum var Nordic Open sem er samnorræn keppni. Guðjón og Eva unnu einnig í sínum aldursflokki í Ballroom og Latin. 

Strax eftir keppnina flugu þau til Amsterdam og ferðuðust þaðan til Assen þar sem Dutch Open fór fram en samhliða mótinu var einnig haldið Opna heimsmeistaramótið. 

Þeim gekk vel í öllum keppnum en þó best síðasta daginn þegar þau komust í úrslit í Dutch Open U14 ára í latin dönsum og lentu þar í 7. sæti. Þar dönsuðu þau fimm umferðir í sterkri keppni.

Guðjón og Eva komust í úrslit Dutch Open í flokki …
Guðjón og Eva komust í úrslit Dutch Open í flokki U14 ára.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda